Færsluflokkur: Bloggar

já!

Mikið er gott að fyrirtæki skuli taka afstöðu en ekki segja bara ,,þetta kemur okkur ekki við''.

Spurning hvort Visa Ísland og Kreditkort fylgi í kjölfarið og banni kortaúttektir á Goldfinger? Eða ekki get ég ímyndað mér að fólkið sé í heimspekilegum samræðum þarna bak við rauðu tjöldin...


mbl.is American Express sniðgengur danska nektardansstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

æææi, greyið!

Ég sá myndir af þessum blessuðu einkadansklefum frá Goldfinger í sjónvarpsfréttunum í kvöld. Svona þriggja fermetra svæði með leðurstól (væntanlega frekar sveittum!) og rauðum gardínum fyrir. Það sem kom mér helst á óvart er hvað klefarnir voru margir, það voru alveg raðirnar af þeim þarna. Hvað eru eiginlega margir sleazy gaurar á Íslandi? Svo þurfti náttúrulega að sýna myndir af hálfnöktum konum með stút á munni og í þessum klassísku stellingum með fréttinni, svona svo við gerum okkur nú alveg örugglega grein fyrir því út á hvað þetta gengur. Jæja, allavega skömminni skárra en að sýna eitthvað stelpugrey skekja sig við súlu eins og er vaninn þegar er fjallað um klám, vændi, mansal og súlustaði.

En það sem situr eftir hjá mér eftir að hafa séð þessa frétt er aðallega hvað þeir hljóta að vera óskaplega sorglegir, mennirnir, sem fá eitthvað út úr því að fara á svona ,,veitingastaði'', notfæra sér eymd þessara kvenna og telja það síðan eðlilegt að verja þetta brölt sitt sem löglega starfsemi. Já, kannski er þetta löglegt, en siðlegt? tja...


mbl.is Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru karlmenn!

Þetta eru alvöru gæjar í þessari áhöfn sem þora að stíga fram og segja við kynbræður sína að nauðganir, vændi, mansal og annað slíkt ofbeldi sé ekki ,,kúl''.

Ég verð alltaf jafnhissa þegar ég sé karlmenn og stundum konur verja þetta með einhverju röfli um frelsi og klisjum á borð við hamingjusömu hóruna.


mbl.is Fyrrverandi áhöfn Engeyjar færir Stígamótum gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband